top of page

Tilgangur félagsins er að standa vörð um höfundarétt og gæta hagsmuna leikstjóra, listrænt sem og félagslega. Það er samningsaðili leikstjóra gagnvart leikhúsum, hljóðvarpi og sjónvarpi og öðrum þeim, sem ráða leikstjóra til starfa. Það kemur fram fyrir hönd leikstjóra í öllum hagsmunamálum þeirra.

Í stjórn félagsins eiga sæti 3 menn: formaður, ritari og gjaldkeri, kosnir skriflega hver fyrir sig; formaður og ritari til eins árs í senn, en gjaldkeri til tveggja ára. Þrír eru kosnir til vara til eins árs og kosnir allir í senn. Varamenn skipta með sér verkum. Stjórnin skal annast daglegan rekstur og sinna venjulegum stjórnarstörfum.

 

Félagið skal gæta þess að virtur sé réttur sviðsettningar eða mise-en-scéne sem hugverks og njóti því verndar sem slíkt samkvæmt reglum um hugverkarétt.

 

Verklagsreglur stjórnar FLÍ um tilnefningar í nefndir og ráð og skyldur nefndarmanna:

Fyrir aðalfund skal stjórn FLÍ óska eftir framboðum til nefnda og ráða á vegum félagsins. Aðal- og varamenn eftir því sem við á, nema formaður á hverjum tíma er sjálfkrafa fulltrúi FLÍ í stjórn BÍL og aðalmaður í fulltrúaráði LSÍ.

 

Við skipan í nefndir og ráð á vegum félagsins skal leitast við að hafa hlutfall kynja sem jafnast.

 

Framboð  skulu kynnt félagsmönnum fyrir aðalfund. Allir félagsmenn eru kjörgengir og geta boðið sig fram á aðalfundi.

 

Stjórn félagsins ber að halda lista yfir þær nefndir og ráð sem FLÍ á aðild að og skal hann vera aðgengilegur félögum á vef félagsins.

 

Fulltrúar skulu taldir upp í skýrslu stjórnar á aðalfundi og tilgreint skal til hve langs tíma þeir eru skipaðir.

 

Fulltrúar í FLÍ nefndum og ráðum skulu skila inn skýrslu til stjórnar fyrir aðalfund ár hvert.

Aðalfundur ákveður lágmarksfélagsgjald. Félagsgjald fyrir almanaksárið 2021 er 27.00.- krónur, en hækkar í 30.000.- á næsta ári 2022. Leikstjóri greiðir að auki í félagsgjöld 1,5% af launum sínum samkvæmt samningum félagsins. Félagar 67 ára og eldri eru undanþegnir greiðslu lágmarksfélagsgjalds.


Félagsmaður, sem tekur verktakagreiðslu hjá samningsbundnum vinnuveitanda, er ábyrgur fyrir því að hann eða samningaðilinn geri félaginu skil á 1,5% félagsgjaldi og gjaldi í menningarsjóð FLÍ samkvæmt samningum félagsins, reiknað sem hlutfall af uppæð sem samsvarar því að um venjulega launagreiðslu hefði verið að ræða.


Félagsmaður, sem ekki greiðir gjaldfallin félagsgjöld sín fyrir aðalfund telst ekki lengur fullgildur félagi, heldur aukafélagi, en verður fullgildur félagi aftur um leið og hann greiðir gjaldfallna skuld sína.

 

Óski félagi að ganga úr félaginu skal hann gera það skriflega.

Systurfélög okkar á norðurlöndum

Finnska leikstjórafélagið – STOHL
Norska leikstjórafélagið – NScF 
Sænska leikstjórafélagið – SRE 
Sænska leikstjórafélagið – SRF 
Danska leikstjórafélagið – FDS 

 

 

NSIR Nordiska Sceninstruktørers Råd — Norræna leikstjóraráðið

NSIR var stofnað til þess að deila upplýsingum og stuðla að samstarfi á milli leikstjóra í sviðslistum á norðurlöndunum fimm. Ráðið hittist að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að ræða málefni er varða fagið og sameignileg verkefni sem geta verið til hagsbóta fyrir leikstjóra í sviðslistum í viðkomandi löndum.

 

Ráðið skal einnig stuðla að flæði leikstjóra í sviðslistum um norðurlönd og gefur út í þessu skyni tengla upplýsingar á fag og stéttarfélög leikstjóra á norðurlöndum og vefföng þar sem finna má samninga og upplýsingar um kjör.

 

FLÍ er meðlimur í NSIR.

 

 

bottom of page