IHM-úthlutun 2017, 2018, 2019

Félag leikstjóra á Íslandi – FLÍ – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM-sjóði.

 

IHM-úthlutun 2017, 2018 og 2019

 FLÍ - Félag leikstjóra á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM-sjóði FLÍ. Greiðslur þessar eru bætur fyrir eintakagerð til einkanota af upptökum á verkum leikstjóra í hljóðvarps- og sjónvarpsmiðlum á Íslandi.

Rétt til greiðslna eiga leikstjórar verka sem falla undir reglur sjóðsins og flutt voru í sjónvarps- og hljóðvarpsmiðlum á árunum 2017, 2018 og 2019. Rétturinn einskorðast ekki við félagsmenn í FLÍ, heldur gildir um alla leikstjóra sem eiga höfundarétt á efni, sem flutt hefur verið í hljóðvarpi og sjónvarpi og/eða gert aðgengilegt á efnisveitum, í sarpi og hlaðvarpi og fellur undir eintakagerð eins og henni er lýst í 11. gr. höfundalaga nr. 72/1972*:

  1. gr.
    Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni. [ … ]
    Höfundar verka, sem hefur verið útvarpað, hafa verið gerð aðgengileg almenningi þannig að hver og einn getur fengið aðgang að verkinu á þeim stað, á þeirri stundu og með þeim búnaði er hann sjálfur kýs eða hafa verið gefin út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sanngjörnum bótum vegna eftirgerðar verkanna til einkanota. Bæturnar skulu greiðast árlega til samtaka höfundaréttarfélaga með fjárveitingu samkvæmt fjárheimild í fjárlögum. Greiðslan skal fela í sér sanngjarnar bætur fyrir eftirgerð framangreindra verka til einkanota og miðast við […] hlutfallstölur af tollverði á böndum, diskum, plötum eða öðrum þeim geymslumiðlum, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð eða myndir hliðrænt eða stafrænt sem og af tækjum sem eru ætluð til slíkrar upptöku til einkanota sem flutt eru inn eða framleidd hér á landi á næstliðnu ári…

 

Til úthlutunar fyrir árið 2017 eru kr. 2.202.730.-

Til úthlutunar fyrir árið 2018 eru kr. 3.089.857.-

Til úthlutunar fyrir árið 2019 eru kr. 2.143.252.-

Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Vinsamlegast sendið útfyllt umsóknareyðublöð til:

FLÍ – Félag leikstjóra á Íslandi
Lindargötu 6
101 Reykjavík

eða með tölvupósti á leikstjorar@leikstjorar.is