top of page

IHM-úthlutun vegna 2021 og 2022

FLÍ - Félag leikstjóra á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM-sjóði leikstjóra. Greiðslur þessar eru bætur fyrir eintakagerð til einkanota af upptökum á verkum leikstjóra í hljóðvarps- og sjónvarpsmiðlum á Íslandi.

Rétt til umsókna eiga leikstjórar verka sem flutt voru í sjónvarps- og hljóðvarpsmiðlum árið 2020. Rétturinn einskorðast ekki við félagsmenn í FLÍ, heldur gildir um alla leikstjóra sem eiga höfundarétt á sviðssettu/leikstýrðu efni sem hefur verið flutt í hljóðvarpi og sjónvarpi á þessu árabili og fellur undir eintakagerð eins og henni er lýst í 11. gr. höfundalaga nr. 72/1972*:

11. gr.
Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni. [ … ]
Höfundar verka, sem hefur verið útvarpað, hafa verið gerð aðgengileg almenningi þannig að hver og einn getur fengið aðgang að verkinu á þeim stað, á þeirri stundu og með þeim búnaði er hann sjálfur kýs eða hafa verið gefin út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sanngjörnum bótum vegna eftirgerðar verkanna til einkanota. Bæturnar skulu greiðast árlega til samtaka höfundaréttarfélaga með fjárveitingu samkvæmt fjárheimild í fjárlögum. Greiðslan skal fela í sér sanngjarnar bætur fyrir eftirgerð framangreindra verka til einkanota og miðast við […] hlutfallstölur af tollverði á böndum, diskum, plötum eða öðrum þeim geymslumiðlum, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð eða myndir hliðrænt eða stafrænt sem og af tækjum sem eru ætluð til slíkrar upptöku til einkanota sem flutt eru inn eða framleidd hér á landi á næstliðnu ári…

 

Sjá umsóknareyðublað og reglur um úthlutunina á heimasíðu félagsins www.leikstjorar.is undir flipanum SAMNINGAR og síðan IHM.

Mikilvægt er að fylla umsóknareyðublaðið út með öllum þeim upplýsingum sem beðið er um til að flýta fyrir úrvinnslu gagna. Aðeins rétt útfylltar umsóknir verða afgreiddar. Vinsamlegast sendið útfyllt umsóknareyðublöð til:  FLÍ – Félag leikstjóra á Íslandi, Lindargötu 6, 101 Reykjavík

eða með tölvupósti á leikstjorar@leikstjorar.is

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði FLÍ er til 31. desember 2021. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

 

* https://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html

bottom of page