IHM-úthlutun 2013-2015 og 2016

Félag leikstjóra á Íslandi – FLÍ – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM-sjóði.

 

Rétt til umsókna eiga leikstjórar verka sem flutt voru í sjónvarps- og hljóðvarpsmiðlum, annarsvegar á árunum 2013, 2014 og 2015, og svo hinsvegar árið 2016. Aðeins rétt útfylltar umsóknir verða afgreiddar. Vinsamlegast sendið útfyllt umsóknareyðublöð til:

FLÍ – Félag leikstjóra á Íslandi

Lindargötu 6

101 Reykjavík

eða með tölvupósti á leikstjorar@leikstjorar.is

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði FÍL er 15. apríl næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Greiðslur þessar eru bætur fyrir upptökur á verkum leikstjóra í hljóðvarps- og sjónvarpsmiðlum á Íslandi til einkanota. Sjá nánar á heimasíðu félagsins leikstjorar.is undir flipanum SAMNINGAR og síðan IHM.

Vinsamlega athugið að mikilvægt er að fylla umsóknareyðublaðið út með öllum þeim upplýsingum sem beðið er um til að tefja ekki fyrir úrvinnslu gagna.

Til heildarúthlutunar fyrir árin 2013-2015 eru kr. 633.082.-.

Til úthlutunar fyrir árið 2016 eru kr. 2.583.918.-.

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga allir þeir sem eiga höfundarrétt leikstjóra samkvæmt samningum, hvort sem þeir eru fullgildir félagar í FLÍ eða ekki.

Félag leikstjóra á Íslandi       Lindargata 6, 101 Reykjavík        Sími: 862-4808        Netfang: leikstjorar@leikstjorar.is       Formaður: Kolbrún Halldórsdóttir

  • facebook
  • Twitter Round
  • googleplus
  • flickr