top of page

Samningar

Samningar

Samningar FLÍ standa vörð um höfundarétt og gæta hagsmuna leikstjóra, listrænt sem og faglega. FLÍ er samningsaðili leikstjóra gagnvart leikhúsum, hljóðvarpi og sjónvarpi og öðrum þeim, sem ráða leikstjóra til starfa. 

 

FLÍ er meðlimur í Bandalagi háskólamanna. Allir leikstjórar verkefnaráðnir eða fastráðnir sem taka kjör sín frá samningum FLÍ skulu greiða greiða félagsgjöld, sjúkrasjóðsgjald og orlofsgjald í sjóði BHM. Þannig öðlast þeir réttindi í eftirfarandi sjóðum BHM.

 

Styrktarsjóður Bandalags háskólamanna
Styrktarsjóður BHM er eingöngu fyrir félagsmenn FLÍ sem starfa hjá hinu opinbera.

 

Sjúkrasjóður Bandalags háskólamanna
Sjúkrasjóður er eingöngu fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði  sem greiða stéttarfélagsgjöld til BHM

 

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna OBHM
Flestir háskólamenntaðir starfsmenn hins opinbera eiga sjóðsaðild að Orlofssjóði BHM.

 

Réttur sjóðfélaga til úthlutunar úr sjóðnum er háður því að greitt hafi verið styrktarsjóðsframlag vegna umsækjenda í samtals 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellt áður en tekjutap eða útgjöld, sem veita rétt til styrks úr sjóðnum, áttu sér stað.

 

Einyrkjar og verktakar

Allar upplýsingar fyrir launagreiðendur, þar með talið þá leikstjóra sem eru einyrkjar eða vinna sem verktakar, er að finna á síðu BHM. Upplýsingar um hvaða gjöld skal greiða er að finna hér á síðu BHM. Leikstjórar eru hvattir til þess að greiða af verktakalaunum til BHM en þá er það á ábyrgð hvers og eins að ganga frá greiðslu gjalda mánaðarlega. Leiðbeiningar um hvernig má ganga frá skilagrein ( ganga frá greiðslu gjalda) er að finna hér. Einnig má senda skilagrein hér í gegnum BHM síðuna. Skal þá tilgreina númer Félags leikstjóra á Íslandi: 957, kennitala 561074-0549.

1% menningarsjóðsgjald skal hins vegar leggjast inn á nýjan reikning FLÍ í Arionbanka: 313-26-060200 kt. 561074-0549. Ekki er nauðsynlegt að senda sérstaka skilagrein vegna þess heldur afrit á netfangið leikstjorar@leikstjorar.is.

Þeir leikstjórar sem eru að vinna hjá öðrum en samningsaðilum FLÍ eru beðnir að kynna sér réttindin áður en ákvörðun um flutning á greiðslum til BHM er tekin. Það tekur 6 mánuði að öðlast réttindi í sjóði BHM og réttindi falla strax niður  ef hætt er að greiða í sjóðina mánaðlega og þarf því að greiða á ný í 6 mánuði til þess að öðlast réttindi á ný.  Það er því nauðsynlegt að félagsmenn skoði málið vel.

 

Fagfélagsgjöld

Leikstjórar skulu greiða fagfélagsgjald til FLÍ sem sinnir allri þjónustu við félaga sína hvort sem það lítur að fagmálum eða kjaramálum. Félagsgjöld þeirra sem greiða af launum sínum til félagsins í gegnum BHM eru frádráttarbær frá fagfélagsgjaldi. Það er nauðsynlegt að ítreka að enginn félagsmaður í FLÍ öðlast réttindi sjóðum BHM með því að greiða fasta fagfélagsgjaldið í leikstjórafélagið einu sinni á ári. Það stendur einungis undir kostnaði við rekstur félagsins.  Ykkur er velkomið að leita til félagsins ef ykkur vantar aðstoð eða eruð með spurningar.

bottom of page