top of page

    Vinnureglur Talíu um skilyrði styrkveitinga, ferill og verklagsreglur

 

1. gr.

Styrkþegar og grunnskilyrði Hlutverk Talíu er að styrkja félagsmenn Félags íslenskra leikara www.fil.is, Félags leikstjóra á Íslandi www.leikstjorar.is og Félags leikskálda og handritshöfunda www.leikskald.is, til að sýna og kynna íslenska sviðslist erlendis. Stuðningur sjóðsins felst í ferðastyrkjum. Skilyrði styrkveitinga frá Talíu eru að umsækjendur:

a) Séu fullgildir félagsmenn í einhverju ofangreindra félaga.

b) Geti lagt fram gögn um verkefni á erlendri grundu sem staðfesta eitthvað af eftirfarandi: Fyrirhugaða leiksýningu, danssýningu, tónleikahald eða aðra framkomu tengda fjölmiðlum og kynningarviðburðum á erlendum vettvangi og/eða aðrar upplýsingar sem sjóðsstjórn metur nauðsynlegar.

c) Hafi ekki farið umrædda ferð áður en umsókn er skilað. Talía skuldbindur sig til að fara með öll gögn tengd umsóknum sem fyllsta trúnaðarmál.

 

2. gr.

Takmarkanir á styrkveitingum Ferðastyrkur takmarkast við félagsmenn í ofangreindum félögum sbr. grein 1.1. og skal að jafnaði ekki veittur einum einstaklingi oftar en tvisvar sinnum á ári. Hámarksfjöldi fyrir hvert verkefni er 10 ferðastyrkir. Sjóðurinn er ætlaður sjálfstætt starfandi listamönnum og styrkir ekki verkefni sem framleidd eru af opinberum stofnunum eða séreignarstofnunum sem reknar eru með opinberu framlagi. Sjóðurinn styrkir ekki ferðir á fundi, þátttöku í ráðstefnum, upptökur og ferðir sem ekki innifela flutning á lifandi sviðslist. Hver styrkur er að upphæð kr. 55.000 (nú 70.000) en sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að endurskoða upphæðina til hækkunar á hvaða tímapunkti sem er. Sjóðsstjórn er óheimilt að taka til umfjöllunar umsóknir frá fyrri styrkhöfum sjóðsins sem ekki hafa skilað greinargerð um fyrri úthlutun.

 

3. gr.

Umsóknir og skilafrestur Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem finna má á vefsvæðum aðildarfélaga Talíu. Umsóknir skal senda til Félags íslenskra leikara á Lindargötu 6, 101 Rvk. eða með tölvupósti á fil@fil.is FÍL svarar einnig fyrirspurnum vegna Talíu og skal senda þær á sama netfang. Umsóknir skulu innihalda greinargóða lýsingu á verkefninu, upplýsingar um kennitölur og hlutverk hvers og eins í verkefninu. Einnig skal tilgreindur tengiliður eða umboðsmaður verkefnis. Úthlutunarnefnd Talíu hittist innan 5 virkra daga frá fyrsta hvers mánaðar og fer yfir þær umsóknir sem fyrir liggja. Undantekning frá þessu er að ekki er úthlutað í júlí mánuði.

 

4. gr

Fyrirkomulag afgreiðslu 4.1 Afgreiðsla sjóðssjórnar skal tilkynnt tengiliði verkefnis með tölvupósti og/eða sms-skilaboðum. Fjárstyrkur er greiddur þegar styrkþegi getur sýnt fram á farmiðakaup. Falli ferð niður skal tilkynna það til tengiliðs á skrifstofu FÍL og mun þá styrkurinn falla niður.

 

Tengiliður Talíu – Hrafnhildur Theodórsdóttir fil@fil.is 552-6040/863-7260

 

Þannig samþykkt á fundi stjórnar Talíu þann 30. júní 2010

Signý Pálsdóttir formaður stjóðsstjórnar f.h. Reykjavíkurborgar

Bjarni Jónsson f.h. Félags leikskálda og handritshöfunda

Edda Þórarinsdóttir f.h. Félag íslenskra leikara

Sara Martí Guðmundsdóttir f.h. Félags leikstjóra á Íslandi

 

bottom of page