top of page

SEM FÉLAGI Í FLÍ

  • Getur þú leitað til félagsins til að fá aðstoð við samningagerð. 

 

  • Ert þú fyrst og fremst að greiða fyrir að fagaðilar starfi í þína þágu og félagsins alls í kjarabaráttu okkar leikstjóra.

 

  • Færð þú árlega félagsskírteini sem veitir þér aðgang að leiksýningum í öllum leikhúsunum, frítt eða með miklum afslætti. 

 

  • Ertu með prófíl á heimsíðu félagsins? FLÍ heldur úti heimasíðu þar sem allir félagar eru sýnilegir þeim sem eru að leita að leikstjóra eða upplýsingum um hann/hana.

 

  • Færðu senda tölvupósta með auglýsingum um leikstjórnarstörf, auglýsingum um viðburði, styrki, fyrirlestra, erlent samstarf og allt það helsta sem er að gerast hverju sinni í leikhús-samfélaginu hérlendis eða erlendis.

 

  • Býðst þér að sækja um styrk í Menningarsjóð okkar.

 

  • Getur þú fengið aðild að BHM (Bandalag háskólamanna) sem veitir þér aðgang að enn fleiri styrkjum:

  • Orlofssjóður, Sjúkrasjóður, Fæðingastyrkur, Styrktarsjóður ofl.) og aðgang að orlofshúsum og íbúðum á landinu og erlendis.

 

  • Sjúkrasjóður og styrktarstjóður styrkja: Líkamsrækt, fæðingastyrk, sálfræðiþjónustu, tannviðgerðir, augnaaðgerðir, heyrnartæki, tæknifrjóvgun, vímuefnameðferð, ferðastyrki og sjúkradagpeningar svo fátt eitt sé nefnt.

 

  • Orlofssjóður: Orlofshús og íbúðir hér á landi og erlendis, afsláttarbréf fyrir flug og gistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort. 

 

BHM

 

bottom of page