top of page

             Reglugerð Menningarsjóðs FLÍ.

 

1. grein.

Nafn sjóðsins er Menningarsjóður Félags leikstjóra á Íslandi. Lögheimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. grein.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróun íslenskrar leiklistar með því að veita leikstjórum styrki til: a) framhaldsnáms b) rannsóknarstarfa c) ferðalaga erlendis til að kynna sér það, sem efla mætti listþroska þeirra

 

3. grein.

Sjóðstjórn sér um úthlutun úr sjóðnum tvisvar á ári, 1. apríl og 1. september og skal veitt samkvæmt skriflegum umsóknum. Sjóðsstjórn skal auglýsa eftir umsóknum a.m.k mánuði fyrir úthlutun og umsóknarfrestur skal renna út viku fyrir úthlutun.

 

4. grein.

Geti handhafi úthlutunar ekki nýtt sér hana á tilgreindu tímabili, fellur úthlutun úr gildi og úthlutunarfjárhæð gengur til sjóðsins aftur, og skal ný umsókn send sjóðstjórn óski viðkomandi eftir að koma til álita við næstu úthlutun.

 

5. grein.

Sjóðstjórn skipa 3 menn. Einn er kosinn úr hópi félagsmanna á aðalfundi til tveggja ára, einn tilnefndur af stjórn Leiklistarsambands Íslands til tveggja ára og einn tilnefndur af stjórn Félags leikstjóra á Íslandi til eins árs í senn. Ekki má endurkjósa þá sem setið hafa tvö tímabil í röð.

 

6. grein.

Tekjur sjóðsins eru: a) 1% gjald, sem samningsaðilar FLÍ greiða samkvæmt gildandi samningum. b) Sá hluti vaxta og verðbóta af eignum sjóðsins í upphafi árs, sem stjórn FLÍ ákveður hverju sinni. c) Greiðslur frá IHM.

 

7. grein.

Stjórn félagsins ákveður ár hvert hversu mikið ráðstöfunarfé sjóðsins skuli vera. Þó skal heildar úthlutun yfir árið aldrei vera hærri en svo að sjóðurinn haldi verðgildi sínu miðað við almenna veðlagsþróun í landinu.

 

8. grein.

Eignir sjóðsins skal stjórn félagsins ávaxta í fjárvörslustofnun, alltaf á þann hátt sem talist getur öruggur og ábatasamur í senn.

 

9. grein.

Svo að tillaga um sjóðslit nái fram að ganga skal boða til fundar um það mál sérstaklega, bréflega með hálfs mánaðar fyrirvara. 3/4 félagsmanna þurfa að mæta á þeim fundi og 3/4 fundarmanna að samþykkja tillöguna. Það er síðan háð ákvörðun þess fundar hvað gera skuli við eignir sjóðsins, ef einhverjar eru. Samþykkt á aðalfundi F.L.Í. 5. maí 1999.

bottom of page