top of page

Starfsáætlun stjórnar FLÍ 2023 – 2024

Lögð fram á aðalfundi FLÍ 22.05.2023

 

  • Kjaramál leikstjóra verði forgangsatriði á starfsárinu;

- Í framhaldi af samkomulagi við ríkið um kjör leikstjóra til loka mars 2024 verði unnin kröfugerð sem miði við að nýr kjarasamningur um störf leikstjóra við Þjóðleikhúsið taki gildi eigi síðar en 1. apríl 2024. Á sama tíma verði stofnanasamningur við Þjóðleikhúsið endurnýjaður.

- Unnið verði að endurnýjun kjarasamninga við aðra samningsaðila FLÍ: SA f.h. Leikfélags Reykjavíkur og MAK f.h. Leikfélags Akureyrar,

- Efnt verði til samtals við Sjálfstæðu leikhúsin og Bandalag íslenskra leikfélaga um launaviðmið og önnur starfskjör leikstjóra á þeim vettvangi.

- Haldið verði áfram samstarfi sjö fag- og stéttarfélaga listamanna sem eiga kjarasamninga við RÚV ohf.

  • Hafið verði samtal við Fræðagarð um stofnun fagdeildar leikstjóra, sem veiti leikstjórum aðgang að sérfræðiteymi um kjaramál háskólamenntaðra.

  • Haldin verði skrá yfir verkefni félagsmanna hjá samningsaðilum FLÍ, með það að markmiði að tryggja samningsbundin réttindi og skil á félagsgjöldum, sem standa undir rekstri FLÍ.

  • Upplýsingagjöf til félagsmanna um réttindi þeirra og skyldur verði efld með það að markmiði að leikstjórar njóti allra þeirra kjarabóta sem kjarabarátta liðinna ára hefur fært stéttinni.

  • Félagatalið á heimasíðunni verði uppfært með reglubundnum hætti og félagar hvattir til að nýta sér gagnvirknina sem formið býður upp á.

  • Heimasíða félagsins verði endurnýjuð og sýnileiki á samfélagsmiðlum aukinn.

  • Starfsreglur stjórnar verði hafðar til hliðsjónar við stjórnarstörf, til að dreifa álagi og tryggja sanngjarna verkaskiptingu.

  • Efnt verði til samtals við yngri félaga í FLÍ um störf og starfskjör leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og dramatúrga með það að markmiði að styrkja kjörin og auka fagmennsku í listgreininni.

  • Kannaður verði áhugi á frekara samtali um fagmennsku í leikstjórn og í sviðslistum, t.d. með virkum hópum á samfélagsmiðlum eða með málþingum, mögulega í samstarfi við stofnanir í geiranum eða önnur félög.

  • Gerð verði könnun á stöðu eldri félaga m.t.t. eftirlauna og lífeyrisréttinda, í samstarfi við BÍL.  

bottom of page