ÚTHLUTUNARREGLUR
Reglur um úthlutun bóta vegna afritunar leikverka í sjónvarpi eða hljóðvarpi.
Þeir leikstjórar sem áttu hlut að sviðsetningum, hljóðrituðum, í endurvarpi af sviði eða upptöku af flutningsstað, eiga rétt á greiðslu samkvæmt reglum sem stjórn Félags leikstjóra á Íslandi hefur mótað:
Reglur um vægi verkefna
Bótum vegna afritunar til einkanota er úthlutað eftir vægi sem hér segir:
Leiksýning í fullri lengd og beinni útsendingu af sviði. 5 einingar
Leiksýning í fullri lengd tekin á sviði en send út síðar. 5 einingar
Dagskrá í fullri lengd send út beint undir stjórn leikstjóra. 3 einingar
Dagskrá í fullri lengd tekin á sviði send út síðar undir stjórn leikstjóra. 3 einingar
Dagskrá með leikatriðum undir leikstjórn send út síðar. 3 einingar
Leikverk í hljóðvarpi frumflutt, endurflutt og á hlaðvarpi. 2 einingar
Erlent efni talsett í stjórn leikstjóra. Lengd 10-25 min. 1 eining
Talsettar kvikmyndir í fullri lengd í stjórn leikstjóra. 3 einingar