Starfsáætlun Félags leikstjóra á Íslandi 2021-2022
Eftirfarandi áherslur verða í starfi félagsins á komandi starfsári:
-
Stjórn lýkur við starfsreglur og styrkir innra skipulag í starfsemi félagsins, með það að
markmiði að virkja bæði stjórn og varastjórn, deila ábyrgð og kalla fleiri til leiks.
-
Efla upplýsingagjöf til félagsmanna um réttindi þeirra og skyldur, með það að markmiði að
auðvelda aðgang félaga að þeim gæðum sem kjarabarátta liðinna ára hefur fært stéttinni.
-
Endurnýja heimasíðu félagsins og sýnileika á samfélagsmiðlum.
-
Uppfæra félagatalið á heimasíðunni og finna leiðir til að gagnvirkni þess sé nýtt með þeim
hætti sem formið býður upp á.
-
Halda skrá yfir verkefni félagsmanna hjá samningsaðilum FLÍ, með það að markmiði að
tryggja samningsbundin réttindi og skil á félagsgjöldum, sem standa undir rekstri FLÍ.
-
Leita leiða til að styrkja stöðu félagsins til langs tíma, þ.m.t. fjárhagsgrunn þess; skoða í því
samband aukið samstarf við önnur félög listamanna og samstarfið undir hatti BHM.
-
Efna til samtals við yngri félaga í FLÍ um störf og starfskjör leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og
dramatúrga með það að markmiði að styrkja kjörin og auka fagmennsku í listgreininni.
-
Kanna áhuga á frekara samtali um fagmennsku í leikstjórn og í sviðslistum, t.d. með virkum
hópum á samfélagsmiðlum eða með málþingum, mögulega í samstarfi við stofnanir í
geiranum eða önnur félög.
-
Ljúka samningum við RÚV ohf. og hefja viðræður við Sjálfstæðu leikhúsin og Bandalag
íslenskra leikfélaga um launaviðmið og önnur starfskjör leikstjóra á þeim vettvangi.
-
Gera könnun á stöðu eldri félaga m.t.t. eftirlauna og lífeyrisréttinda, leita eftir samstafi við
önnur stéttarfélög listamanna t.d. FÍL, FÍH og SÍM. Verkefnið gæti mögulega hentað sem
samstarfsverkefni undir hatti BÍL.
-
Kanna leiðir til að tryggja kjör og réttindi erlendra leikstjóra sem ráðnir eru til starfa hjá
íslenskum leikhússtofnunum, t.d. með því að útbúa bréf með útdrætti um helstu
samningskjör og senda þeim, einnig með samtali við systurfélög á Norðurlöndunum.