Starfsáætlun Félags leikstjóra á Íslandi 2019-2020 

Eftirfarandi áherslur verða í starfi félagsins á komandi starfsári: 

• Boða til áfangaviðræðna samkvæmt samningum við fjármálaráðuneyti/Þjóðleikhús og LR.

• Hefja undirbúning að endurskoðun kjarasamninga sem renna sitt skeið 2019/2020.

• Hefja viðræður við stjórn og listrænan stjórnanda Íslensku óperunnar um samning við félagið.

• Halda áfram viðræðum við RUV um uppfærslu samnings um hljóðvarp, nýja gerð kjarasamnings um vinnu í sjónvarpi frá 1986 og koma á reglu í endurflutningi í samráði við önnur fagfélög. 

• Gera könnun á eftirlaunastöðu félagsmanna og lífeyrisréttindum í samstafi við FÍL og FLH.

• Kalla saman samráðsnefnd fagfélaga Sviðslistasambandsins og koma skipan á stöðu þess. 

• Afla gagna um fyrirkomulag sjóða sem greiða listamönnum mánaðarlaun tímabundið í Svíþjóð, Belgíu og Frakklandi.

• Efna til samtals við yngri kynslóð aðstoðarleikstjóra og dramaturga um skynsamlega nálgun við kjaramál þeirra.

• Hefja viðræður við Sjálfstæða leikhópa og Bandalag íslenskra leikfélaga um launaviðmið leikstjóra.

• Senda út greiðslukröfu fyrir nýjum félagsgjöldum þegar í haust með skýringum á félagsgjöldum en taka upp dreifingu innheimtu í fjórum greiðslum í von um betri skil. Koma félagsskírteinum út til greiðandi félaga þegar eftir mánaðamót eftir að greiðsluseðill 1 af 4 er farinn út.

• Semja bréf á ensku til erlendra leikstjóra sem ráðnir eru til starfa hjá íslenskum leikhússtofnunum með útdrætti um helstu samningskjör.

• Taka afstöðu til þess hvort FLÍ leigi áfram skrifstofuaðstöðu á Lindargötu

• Endurskoða heimasíðu félagsins og uppfæra félagatalið

• Vinna eyðublað fyrir þá leikstjóra sem kjósa að starfa sem verktakar, þar sem fram koma hlutfallstölur þær sem rétt er að miða við þegar verktakaálag er reiknað, ásamt áminningu um að standa skil á gjöldum til FLÍ til varðveislu félagsréttinda.

Félag leikstjóra á Íslandi       Lindargata 6, 101 Reykjavík        Sími: 862-4808        Netfang: leikstjorar@leikstjorar.is       Formaður: Kolbrún Halldórsdóttir

  • facebook
  • Twitter Round
  • googleplus
  • flickr