5. grein.
Umsókn um félagsaðild skal vera skrifleg. Til þess að verða fullgildur félagi þarf umsækjandi að hafa lokið a.m.k. 3ja ára leikstjórnar-/leiklistarnámi á háskólastigi.Heimilt er að veita félagsaðild þeim sem lokið hefur meistaranámi í leiklist hafi viðkomandi bakkalárgráða í öðru fagi. Auk þess skal umsækjandi uppfylla skilyrði um starfsreynslu sem nemi 24 punktum, skv. eftirfarandi skilgreiningu:
a)
2 sviðsetningar í viðurkenndu atvinnuleikhúsi
24 punktar
b)
60 mínútur af leiknu efni í sjónvarpi eða kvikmynd
24 punktar
c)
8 uppfærslur í hljóðvarpi
24 punktar
d)
6 sviðsetningar í áhugaleikhúsi
24 punktar
e)
4 annir leiktúlkunarkennslu við viðurkennda menntastofnun
24 punktar
Stjórn er heimilt að veita undanþágu frá skilyrðum um starfsreynslu hafi umsækjandi lokið sérhæfðu leikstjórnarnámi frá viðurkenndir menntastofnun á háskólastigi. Umsækjandi telst félagi þegar stjórn félagsins hefur metið umsókn hans fullgilda. Tilkynna skal um nýja félaga á aðalfundi.
6. grein.
Listnemar sem stunda viðurkennt háskólanám í leikstjórn eða sviðslistanám sem lítur að leikstjórn geta sótt um nemaaðild að FLÍ. Nemar greiða ekki félagsgjöld og eru ekki fullgildir félagsmenn þ.e. fá ekki félagskort og geta ekki sótt um styrki en félaginu er skylt að gæta hagsmuna þeirra á starfssviði félagsins . Þegar námi lýkur þarf nemi að endurnýja umsókn sína svo hún verði fullgild.
7. grein.
Utanfélagsmaður, sem tekur að sér leikstjórn hjá samningsaðilum F.L.Í. skal eiga þess kost að verða aukafélagi og njóta þeirra réttinda sem samningar félagsins kveða á um, enda greiði hann samningsbundinn hlut launa sinna til félagsins. Aukafélagi hefur rétt til setu á fundum félagsins með málfrelsi og tillögurétt.
Erlendir leikstjórar sem taka að sér verkefni hér á landi og eru meðlimir í félagi sem FLÍ hefur gert gagnkvæman samning við, skulu njóta fullra félagsréttinda FLÍ án þess að greiða félagsgjöld.
8. grein.
Ef félagi tekur laun undir lágmarkstaxta félagsins, eða vinnur á annan hátt andstætt tilgangi og hagsmunum þess er hægt að víkja honum úr félaginu. Slíkt verður að gerast á almennum fundi og þarf 2/3 atkvæða fundarmanna til að brottvísun sé lögleg.
9. grein.
Aðalfundur ákveður lágmarksfélagsgjald. Leikstjóri greiðir í félagsgjöld 1,5% af launum sínum samkvæmt samningum félagsins. Hafi félagsmaður ekki greitt sem nemur lágmarksfélagsgjaldi í janúar, vegna nýliðins almanaksárs, innheimtir F.L.Í. það sem upp á vantar fyrir aðalfund. Félagar 60 ára og eldri skulu þó undanþegnir slíkri innheimtu.
10. grein.
Félagsmaður, sem ekki greiðir gjaldfallin félagsgjöld sín fyrir aðalfund telst ekki lengur fullgildur félagi, heldur aukafélagi, en verður fullgildur félagi aftur um leið og hann greiðir gjaldfallna skuld sína.
Félagsmaður, sem tekur verktakagreiðslu hjá samningsbundnum vinnuveitanda, er ábyrgur fyrir því að hann eða samningaðilinn geri félaginu skil á 1,5% félagsgjaldi og gjaldi í menningarsjóð FLÍ samkvæmt samningum félagsins, reiknað sem hlutfall af uppæð sem samsvarar því að um venjulega launagreiðslu hefði verið að ræða.Óski félagi að ganga úr félaginu skal hann gera það skriflega.