top of page

September 16, 2020

Félag leikstjóra á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM-sjóði FLÍ. Greiðslur þessar eru bætur fyrir eintakagerð til einkanota af upptökum á verkum leikstjóra í hljóðvarps- og sjónvarpsmiðlum á Íslandi.

November 01, 2019

Ný stjórn félagsins

Kæri félagi í Félagi leikstjóra á Íslandi!

Félagsskírteini FLÍ, sem jafnframt gildir sem ávísun á aflsláttarkjör á miða á sýningar hjá

·        Gaflaraleikhúsinu

·        Íslenska dansflokknum

·        Íslensku óperunni

·        Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsi

·        Leikfélagi Akureyrar – MAK

·        Sjálfstæðu leikhúsunum í Tjarnarbíói

·        Þjóðleikhúsinu

Af vettvangi félagsins ef ýmislegt að frétta, sem stjórn hefur í hyggju að deila með félagsmönnum með reglubundnum hætti gegnum heimasíðu félagsins og á samfélagsmiðlum. Fjöldi mála er í deiglunni, þó mest fari fyrir samningunum framundan. Stjórn hvetur félaga til að kynna sér skýrslur stjórnar sem er að finna á heimasíðunni www.leikstjorar.com

Stjórn FLÍ leggur sig fram við að standa vörð um hagsmuni leikstjóra, sem er megintilgangur félagsins, en þó verður að segjast að á seinni árum hefur fjárhagur félagsins veikst nokkuð og sjóðir þess rýrnað. Ástæðurnar eru fjölþættar, ein er hrunið 2009 en þá tapaði félagið í einu vetvangi háum upphæðum, en aðrar ástæður tengjast launaumhverfi leikstjóra og þeirri staðreynd að leikstjórar gera í auknum mæli verktakasamninga um störf sín. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér að félagsgjöld, sem hlutfall af launum, hætta að skila sér til félagsins og innheimtist því lítið umfram fastagjaldið af stórum hópi félagsmanna.

Ítrekað hefur verið fjallað um þennan vanda á aðalfundum og á endanum var samþykkt tillaga á aðalfundi 2018 um að fjölga þeim félögum sem greiða fastagjaldið, með því að leggja hálft fastagjald á félaga sem eru 67 ára og eldri en þeir hafa fram að þessu verið undanþegnir félagsgjöldum.  Eftir þessum lögum er unnið í fyrsta sinn nú í ár 2019.

Þessi innheimta hefur vakið talsverð viðbrögð og hafa eldri félagar, sem nú fá rukkun í fyrsta sinn í mörg ár, brugðist við með því að segja sig úr félaginu. Þetta þykir stjórn að sjálfsögðu mjög miður og ákvað á fundi sinum 12. nóv. að fresta framkvæmd lagabreytingarinnar og leggja fyrir aðalfund 2020 að fallið verði frá þessum breytingum. Stjórn félagsins telur mikilvægt að eldri félagar finni sig heima í félaginu og að eðlilegt sé að þeir séu undanþegnir fastagjaldinu, enda greiði þeir sem starfa eftir samningum félagsins 1,5% af launum sínum til félagsins. Þeir félagar, sem eru eldri en 67 ára og hafa brugðist við með því að greiða hálft fastagjaldið, fá því endurgreitt einhvern næstu daga.

Stjórn er þess fullviss að þessi niðurstaða stjórnarfundar verði staðfest á aðalfundi 2020 og sendir félögum FLÍ kærar kveðjur,

Reykjavík 13. nóvember 2019

f.h. stjórnar Félags leikstjóra á Íslandi

 

Kolbrún Halldórsdóttir formaður

December 01, 2019

Félagsskírteinin

Um þessar mundir er stjórn FLÍ að senda út félagsskírteini til félaga sinna og er það seinna en venjulegt er þar sem aðalfundur félagsins var ekki haldinn fyrr en 7. október. Það varð til þess að rukkanir fyrir félagsgjöldum fóru ekki út fyrr en liðið var á haustið.  Þetta er bagalegt fyrir félaga, sem fá félagsskírteinin sín nú seinna en eðlilegt hefði verið og gerir það félögum erfiðara fyrir að nýta sér afsláttarkjör leikhúsanna. Stjórn FLÍ þykir rétt að biðja félaga velvirðingar á þessum seinagangi, en vonar að nú séu skilvísir félagar að fá skírteinin sín inn um lúgurnar hjá sér.

Annað mál tengt innheimtu félagsgjalda hefur einnig valdið stjórn hugarangri, það er sú ákvörðun aðalfundar 2018 að taka að rukka eldri félaga FLÍ um hálft fastagjaldið. Þessi aðgerð hefur mælst illa fyrir, eins og búast mátti við og hefur stjórn félagsins nú ákveðið að falla frá þessari innheimtu og stefna að lagabreytingu á næsta aðalfundi, þar sem þessu verður breytt til baka, þ.e. að félagar 67 ára og eldri verði áfram undanþegnir félagsgjöldum. Fyrir hönd stjornarinnar bið ég eldri félaga afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.

Loks er rétt að birta hér texta bréfs sem félagar fá sent með félagsskírteinunum sínum, svo öllum upplýsingum sé nú komið til skila. Að svo mæltu óska ég þess að nýkjörin stjórn geti átt farsælt samstarf við félaga FLÍ og bendi á netfang stjórnar leikstjorar@leikstjorar.com

Kolbrún Halldórsdóttir formaður

March 17, 2018

Úthlutun IHM

Félag leikstjóra á Íslandi – FLÍ – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM-sjóði.

 

Rétt til umsókna eiga leikstjórar verka sem flutt voru í sjónvarps- og hljóðvarpsmiðlum, annarsvegar á árunum 2013, 2014 og 2015, og svo hinsvegar árið 2016. 

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði FÍL er 15. apríl næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

May 11, 2016

Ný stjórn tekin til starfa

Kæru félagar,

á aðalfundi félagsins í gær (10.maí 2016) var ný stjórn kosin. Páll Baldvin Baldvinsson er nú nýr formaður félagsins, Kolbrún Halldórsdóttir, ritari og Tryggvi Gunnarsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Stefán Hallur Stefánsson, Agnes Wild og Una Þorleifsdóttir. Fráfarandi formaður óskar nýju stjórninni velfarnaðar og um leið þakkar kærlega fyrir sig.

 

Bestu kveðjur,

Sara Martí

 

 

January 01, 2020

Afslættir fyrir leikstjóra

Stjórnin hefur fengið til liðs við sig nokkur fyrirtæki sem langar að veita leikstjórum (skírteinshöfum FLÍ) afslætti á komandi starfsári. Þið getið skoðað afslættina hér fyrir neðan. Við notum að þið njótið vel.

 

Fyrir hönd félagsins,

 

Sara Martí 

Formaður félags leikstjóra á Íslandi

January 01, 2020

Aðalfundur Félagsins verður haldinn 10.maí á Lindargötunni

Kæru leikstjórar,

 

aðalfundur FLÍ verður haldinn þann 10.maí kl.20:00 á Lindargötu 6.  Þá verður farið yfir starf stjórnar á liðnu ári og kosið í nýja stjórn og kannski jafnvel splæst í kaffi og meððí.  Við hlökkum til að sjá þig.

December 27, 2015

Leikaraprufur FÍL

Leikaraprufur FÍL verða haldnar í Þjóðleikhúsinu þann 5.jan 2016 kl.16:30. Öllum leikstjórum FLÍ er boðið að koma og fylgjast með prufunum sem taka u.þ.b. tvær klukkustundir. 

January 01, 2020

Gleðilegt nýtt ár!

Stjórn félags leikstjóra á Íslandi óskar öllum félagsmönnum gleðilegs nýs ár og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. 

Nýjá árið er fullt af stórum verkefnum sem stjórnin hlakkar til að takast á við.

 

Bestu áramótakveðjur,

 

Sara Martí

formaður félags leikstjóra á Íslandi

January 01, 2020

Ný heimasíða FLÍ

Kæru félagar.  Til hamingju með nýja heimasíðu!

 

Við urðum fyrir því óláni að tapa öllum upplýsingum um félagsmenn okkar á síðustu heimasíðu okkar og því var ráðist í að búa til nýja og notendavænni heimasíðu. Nú vantar okkur aftur að fylla heimasíðuna af upplýsingum sem þið viljið að komi á framfæri. Vinsamlega sendið til mín þær upplýsingar og mynd í góðri upplausn á leikstjorar@leikstjorar.is eða setjið inn upplýsingarnar sjálf á síðuna hér .

 

Bestu þakkir og kveðjur,

 

Sara Martí

formaður félags leikstjóra á Íslandi

Please reload

bottom of page